Íslenskar konur opna sig um kynferðisofbeldi eftir ummæli Trump Anton Egilsson skrifar 10. október 2016 22:40 Donald Trump kveikti víða bál með ummælum sem láku á netið á föstudag. Vísir/EPA Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Á annan tug íslenskra kvenna hefur deilt frásögnum af fyrstu upplifun sinni af kynferðislegu ofbeldi á samskiptavefnum Twitter. Frásagnirnar hófu að streyma inn í kjölfar þess að Hildur Lillendahl benti á tíst hinnar kanadísku Kelly Oxford þar sem hún hvatti konur til að deila sögu sinni. Oxford ákvað að koma umræðunni af stað eftir að Washington Post birti ellefu ára gamalt myndband af forsetaframbjóðandanum Donald Trump á föstudag þar sem hann stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Women: tweet me your first assaults. they aren't just stats. I'll go first:Old man on city bus grabs my "pussy" and smiles at me, I'm 12.— kelly oxford (@kellyoxford) October 7, 2016 Viðbrögðin stóðu ekki á sér og hófu fjölmargar konur að segja frá sinni upplifun. Sagði hún frá því í öðru tísti fjórtán klukkustundum síðar að hún hefði fengið sendar að lágmarki 50 frásagnir á hverri mínútu frá því að tíst hennar fór í loftið. Í myndbandinu sem fékk Oxford til að fara af stað með þessa umræðu heyrist Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er“ var meðal þess sem að Trump lét út úr í samtali sínu við Bush.Trump var krafinn svaraMikið var gert úr málinu í kappræðunum milli forsetaframbjóðandanna, Donald Trump og Hillary Clinton í gærkvöldi.Anderson Cooper spurði Trump út í ummæli hans á myndbandinu og lýsti því sem svo að Trump hefði talað um þar að hann hefði brotið kynferðislega á konum. Því var Trump alls ekki sammála og sagðist aldrei hafa sagt slíkt. Málið hefur komið einkar illa við Trump sem eins og staðan er stendur ansi höllum fæti fyrir kosningarnar. Hér að neðan má lesa nokkrar af þeim átakanlegu frásögnum sem íslenskar konur hafa deilt á Twitter.Samsek. Don't we all. Fkn fokk. pic.twitter.com/UTm1ptZ52a— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 9, 2016 Ég grenja bara. Þetta er rugl. pic.twitter.com/vRHjgV7R4y— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Enn ein, andskotinn. pic.twitter.com/WoKVpeceSr— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016 Guð minn góður pic.twitter.com/MCukxVArTF— Hildur Lill ♀ (@hillldur) October 10, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07