Túristar vekja ótta með íbúum á Vatnsnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Vatnsnesvegur er heflaður endrum og sinnum en fellur fljótt í sama farið aftur. Mynd/Stella Guðrún Ellertsdóttir „Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Ég fann fyrst fyrir bílhræðslu á ævinni þegar ég fór um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sem verið hefur sveitarstjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu 2014. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru íbúar Húnaþings afar ósáttir við ástand vegarins um Vatnsnes. Byggðaráð sveitarfélagsins bókaði í gær enn eina athugasemdina vegna þessa. Lýst er sérstökum áhyggjum vegna sprengingar í umferð ferðamanna þótt sú þróun sé sögð að mörgu leyti jákvæð og störfum við ferðaþjónustu á svæðinu hafi fjölgað mikið. Fjöldi þeirra sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina á Hvammstanga hefur áttfaldast á aðeins fimm árum, þeir voru fimm þúsund á árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund það sem af er þessu ári. „Nú er staðan orðin þannig að víða er vegakerfið komið að ystu þolmörkum, sérstaklega Vatnsnesvegur, sem er mjög vinsæl ferðamannaleið. Vegurinn er langur, erfiður og víða úr sér genginn,“ segir byggðaráðið í bókun sinni um málið. Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi, segir íbúana hafa þungar áhyggjur af umferð ferðamanna sem sé stýrt út á Vatnsnes að skoða Hvítserk og seli. Þeir kunni fæstir að aka á malarvegum. „Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu og hleypa ekki fram úr eða maður mætir þeim á 100 kílómetra hraða. Við höfum bara miklar áhyggjur af öryggi og velferð barnanna okkar sem þurfa að keyra þarna um veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg. Þá bendir Þorbjörg á að heimamenn þekki einbreiðan veginn vel og viti hvað beri að varast en það gildi ekki um ferðamennina. „Þegar maður er að mæta ferðamönnum sem slá ekki af og fara ekki úr hjólförum þá er þetta náttúrlega ekkert grín,“ segir Þorbjörg. Fyrir stuttu hafi fjórir erlendir ferðamenn á bílaleigubíl verið fluttir slasaðir suður. Ferðamaður hafi látist þar í bílslysi fyrir fáum árum. „Maður spyr sig hvað þurfi margir að deyja í slysi hérna til þess að það verði eitthvað gert.“ Mikil óánægja er meðal íbúa að sögn Þorbjargar með stýringu ferðamanna inn á ónýtan og einbreiðan malarveg á Vatnsnesi þar sem lágmarksaðstaða sé ekki fyrir hendi, til dæmis vanti bæði salerni og ruslafötur. „Iðulega yfir sumartímann parkera ferðamenn á veginum og í kantinum til að sofa. Þau eru ofan í giljum, á blindhæðum - bara alls staðar, það er eins og þau séu ein í heiminum. Þetta er auðvitað stórhættulegt.“ Fram hefur komið að Vegagerðin segir ekki til fjármagn til að byggja Vatnsnesveginnn upp. „Hér er sannarlega um að ræða mál þar sem reynir á samfélagsleg þolmörk ferðaþjónustunnar,“ segir byggðaráðið sem vill að breikkun vegarins og lagningu slitlags verði komið inn í samgönguáætlun strax á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00