Innlent

Bein útsending: Fulltrúar flokkanna ræða innflytjendastefnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir
Í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna og komandi Alþingiskosninga býður Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík upp á pallborðsumræður um innflytjendastefnu flokkanna sem bjóða fram til Alþingis.

Fulltrúi hvers flokks mun kynna stefnu sína í innflytjendamálum og svara spurningum fundarstjóra og áhorfenda. Umræðurnar fara fram í Sólinni í HR í hádeginu miðvikudaginn 12. október næstkomandi.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan en eftirtaldir hafa staðfest þátttöku sína.

Dögun - Ása Lind Finnbogadóttir

Vinstri grænir - Hildur Knútsdóttir

Samfylkingin - Eva H. Baldursdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn - Hildur Sverrisdóttir

Viðreisn - Pavel Bartoszek

Píratar - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Alþýðufylkingin

Björt framtíð - Karólína Hulda Símonardóttir

Flokkur fólksins

Fundinum verður stýrt af lögfræðingnum Claudie Ashonie Wilson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×