Zayn hannar fyrir Versace Ritstjórn skrifar 12. október 2016 13:00 Mynd/Getty Fyrrum One Direction söngvarinn Zayn kemur til með að hanna línu fyrir Versus Versace, undirmerki Versace. Þetta tilkynnti hann ásamt Donatellu Versace, yfirhönnuði Versace, í dag. Hann mun einnig sitja fyrir í tveimur auglýsingaherferðum fyrir merkið. Versus Versace hefur verið án yfirhönnuðar frá því að Anthony Vaccarello var ráðinn til Saint Laurent fyrr á þessu ári. Það er óhætt að segja að Zayn uppfylli ímynd merkisins en það dregur mikinn innblástur frá rokktónlist og er svarti liturinn oftast áberandi sem og leður. Línan mun heita Zayn x Versus og verður kynnt fyrir aðdáendum næsta vor. Miðað við hvernig fatastíl söngvarinn er með þá efumst við ekki um að samvinnuverkefnið muni slá í gegn. Svo er auðvitað líka spurning hvort að hann fái einhverja hjálp frá kærustunni, Gigi Hadid. Mest lesið Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Cara Delevingne prýðir forsíðu W Magazine Glamour Ljóshærð Selena Gomez stal senunni Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvernig verða Svartar fjaðrir til? Glamour Brot af því besta frá tískuvikunni í Ástralíu Glamour
Fyrrum One Direction söngvarinn Zayn kemur til með að hanna línu fyrir Versus Versace, undirmerki Versace. Þetta tilkynnti hann ásamt Donatellu Versace, yfirhönnuði Versace, í dag. Hann mun einnig sitja fyrir í tveimur auglýsingaherferðum fyrir merkið. Versus Versace hefur verið án yfirhönnuðar frá því að Anthony Vaccarello var ráðinn til Saint Laurent fyrr á þessu ári. Það er óhætt að segja að Zayn uppfylli ímynd merkisins en það dregur mikinn innblástur frá rokktónlist og er svarti liturinn oftast áberandi sem og leður. Línan mun heita Zayn x Versus og verður kynnt fyrir aðdáendum næsta vor. Miðað við hvernig fatastíl söngvarinn er með þá efumst við ekki um að samvinnuverkefnið muni slá í gegn. Svo er auðvitað líka spurning hvort að hann fái einhverja hjálp frá kærustunni, Gigi Hadid.
Mest lesið Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Eftirminnilegustu skór allra tíma Glamour Cara Delevingne prýðir forsíðu W Magazine Glamour Ljóshærð Selena Gomez stal senunni Glamour Chanel byggði geimfar fyrir tískusýningu sína Glamour Stjörnurnar á Coachella Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Hvernig verða Svartar fjaðrir til? Glamour Brot af því besta frá tískuvikunni í Ástralíu Glamour