Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Rætt var um samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi á fundi SFÚ og FA. Mynd/FA Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira
Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Sjá meira