Fullskipaður listi Bjartrar Framtíðar í Norðvestur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 14:44 Kristín, Valdimar og Ásthildur. Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Kosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Kosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira