Árleg urriðaganga á Þingvöllum á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2016 15:37 Hin árlega urriðaganga verður á Þingvöllum á laugardaginn kemur og að þessu sinni spáir góðu veðri á þáttakendur. Þetta er árleg fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska til kynningar á Þingvallaurriðanum og verður gangan haldin næst komandi laugardag á Þingvöllum á bökkum Öxarár 14. árið í röð. Gangan hefst klukkan 14:00 við bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll, sjá nánar tengil á vefsvæði Þingvallaþjóðgarðs: https://thingvellir.is/2243Veðurstofa Íslands spáir því að það verði mjög gott veður á Þingvöllum þennan dag, léttskýjað, góður hiti og mjög hægur vindur. Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að kynningunni hefur þegar veitt nokkra urriða sem hann ætlar að kynna fyrir gestum. Þeir sem hafa ekki ennþá farið eru hvattir til að gefa sér tíma á laugardaginn því þetta er alveg einstakt að sjá urriðann í svona miklu návígi og eins að sjá þá urriða sem raða sér upp í Öxará og eru að gera sig tilbúna til hrygningar. Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði
Hin árlega urriðaganga verður á Þingvöllum á laugardaginn kemur og að þessu sinni spáir góðu veðri á þáttakendur. Þetta er árleg fræðsluganga á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska til kynningar á Þingvallaurriðanum og verður gangan haldin næst komandi laugardag á Þingvöllum á bökkum Öxarár 14. árið í röð. Gangan hefst klukkan 14:00 við bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll, sjá nánar tengil á vefsvæði Þingvallaþjóðgarðs: https://thingvellir.is/2243Veðurstofa Íslands spáir því að það verði mjög gott veður á Þingvöllum þennan dag, léttskýjað, góður hiti og mjög hægur vindur. Jóhannes Sturlaugsson sem hefur veg og vanda að kynningunni hefur þegar veitt nokkra urriða sem hann ætlar að kynna fyrir gestum. Þeir sem hafa ekki ennþá farið eru hvattir til að gefa sér tíma á laugardaginn því þetta er alveg einstakt að sjá urriðann í svona miklu návígi og eins að sjá þá urriða sem raða sér upp í Öxará og eru að gera sig tilbúna til hrygningar.
Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Eystri Rangá að fyllast af laxi Veiði Mýveisla hjá silungnum í Elliðavatni Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Eystri Rangá komin í 1520 laxa Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði