Ingi Þór: Enginn heimsendir ef við föllum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2016 21:50 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/anton „Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“ Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
„Við fórum út úr okkar leik. Hættum að stilla upp og fórum í einstaklingsframtak. Þá komust þeir í hraðaupphlaup og þetta er ekki lið sem þú hleypir í hraðan leik með allar þessar skyttur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir stórt tap á heimavelli gegn Njarðvík er hann var beðinn um að útskýra hrun liðsins um miðjan annan leikhluta. „Ég er ánægðastur með að við hættum ekki. Það var orðinn stór munur og ungir menn að koma inn. Hver einasta sekúnda fyrir þessa stráka er lærdómur. Þetta var betri leikur en hjá okkur en í Seljaskóla og það er ég ánægður með. Varnarleikurinn var samt rosalega mjúkur.“ Snæfelli var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir leiktíðina og sú spá virðist vera réttmæt miðað við fyrstu leiki. Á að styrkja liðið? „Við verðum að líta í kringum okkur ef einhverjir vilja koma til okkar. Við teljum okkur vera með hóp af strákum sem ætla að vinna saman og vera stolt Snæfells. Snæfell er í uppbyggingu fyrir næstu ár. Það koma dýfur í öllum klúbbum og við höfum ekki reynslu og gæði því miður. En við ætlum okkur að verða betri með hverjum leik,“ segir Ingi Þór en er liðið nógu gott til að hanga uppi í deild þeirra bestu? „Það verður að koma í ljós. Ef við förum niður þá er það enginn heimsendir. Eina sem maður biður um er að strákarnir leggi sig fram og fyrir því er fólkið í stúkunni að klappa. Ef það er ekki nógu gott til að hanga í deildinni þá er það bara þannig. Þá förum við bara í 1. deildina og byggjum upp á þessum strákum. Það er fullt af strákum að koma upp.“ Það er ekki annað að heyra á þjálfaranum en að félagið sé búið að sætta sig við fall næsta vor. Ingi vill þó ekki meina það. „Við erum baráttufólk og að sjálfsögðu munum við gera allt sem við getum. Heimavöllurinn þarf að gefa okkur aukalega. Við gefumst ekki upp og langt frá því að við gefums upp fyrir fram.“
Dominos-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum