Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 22:01 Bjarni Benediktsson við kökuskreytinguna í myndbandinu. Sjálfstæðisflokkurinn Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira