Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 22:01 Bjarni Benediktsson við kökuskreytinguna í myndbandinu. Sjálfstæðisflokkurinn Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira