Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 22:01 Bjarni Benediktsson við kökuskreytinguna í myndbandinu. Sjálfstæðisflokkurinn Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira