Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 22:01 Bjarni Benediktsson við kökuskreytinguna í myndbandinu. Sjálfstæðisflokkurinn Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira