Kökuskreyting Bjarna: „Það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2016 22:01 Bjarni Benediktsson við kökuskreytinguna í myndbandinu. Sjálfstæðisflokkurinn Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Það hafa fá myndbönd vakið jafn mikla athygli og kökuskreytingamyndband Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna er merkilegt fyrir þær sakir að það er ekki verið að lofa neinu, það er ekki verið að tala um hvernig á að forgangsraða úr ríkissjóði eða annað sem þykir hefðbundið tal frá stjórnmálamönnum fyrir kosningar. Þetta er einfaldlega myndband af fjármálaráðherra landsins að skreyta köku fyrir barnaafmæli og hefur farið ansi víða í dag, fengið 95 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.„Ég held að þetta virki, það skiptir verulegu máli að fólk tengi við stjórnmálamenn,“ segir Andrés Jónsson almannatengill um þetta kökuskreytingamyndband Bjarna. „Við sjáum bara Hillary Clinton sem hefur átt við þetta vandamál að stríða, fólk tengir ekki við hana og það eru mörg dæmi um að stjórnmálastéttin sé fjarlæg,“ segir Andrés.Andrés Jónsson almannatengill.VísirHann segist telja að þetta myndband eigi einnig mögulega eftir að höfða til óákveðinna kjósenda sem eru almennt minna pólitískt þenkjandi. „Það er sá hópur sem ákveður sig seinast, stuttu fyrir kosningar,“ segir Andrés. Hann segist hafa séð marga pólitíska andstæðinga Bjarna og þá sem gætu talist óákveðna kjósendur gera grín að þessu myndbandi í dag. „En hann sannarlega skreytir kökur fyrir barnaafmæli og þetta myndband skilur eftir sig hlýja tilfinningu,“ segir Andrés. Hann segir önnur dæmi um þetta þar sem stjórnmálamenn reyna að sýna mannlegri hlið á sér og nefnir þar myndband af Oddnýju Harðardóttur, formanni Samfylkingarinnar, þar sem hún útskýrir skiptingu auðlinda Íslands fyrir barni.Þá nefnir hann einnig myndband sem Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði frá því þegar hann flutti ræðu nánast buxnalaus í pontu á Alþingi.„Þetta er svona Facebook-væðing stjórnmálanna,“ segir Andrés en hann segir þá sem hafa setið í heitum pottum í sundlaugum Íslands vita að Íslendingar hafa áhuga á manneskjunum sem eru í stjórnmálum. „Í pottunum eru ættir þeirra raktar og sagðar sögur af þeim - hann er svo indæll - hún er svo frek - ég lenti einu sinni í því að afgreiða hann,“ segir Andrés. Hann segir það skipta rosalegu máli i kosningabaráttunni að sýna á sér mannlega hlið. „En um leið er líka hægt að gera grína að þessu og auðvelt að misstíga sig. Þeir sem eru óákveðnir hafa þó þessa mjúku mynd af Bjarna en harða myndin af honum er einnig þekkt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkur tíst og Facebook-skrif um kökuskreytingarmyndbandið hans Bjarna.Mér finnst þessi kökuskreytinga-skills hjá BB vera MJÖG impressive. Ég ætla samt ekki að kjósa X-D og óska honum raunar hræðilegs gengis.— Krummi (@hrafnjonsson) October 13, 2016 "Bjarni, þú varst í Panama skjölunum og það er stutt í kosningar. Afhverju í andskotanum ertu að baka köku?" pic.twitter.com/yDoOxzhkkT— ÞRNDR (@TrandurJ) October 13, 2016 'Ríkið seldi frændum þínum Borgun á milljarða afslætti. Hvernig gengur svona siðferðislega með söluferli á fyrirtækjum í ríkiseign?“Bjarni: pic.twitter.com/qagtHUUj5L— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) October 13, 2016 Þegar ég er að reyna fá stelpu heim til mín.. pic.twitter.com/WsAC8XEIGL— Gylfi minn (@GHvannberg) October 13, 2016 Gangi þér vel... pic.twitter.com/lgO3U7uRpq— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) October 13, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira