Notum pilsið yfir buxurnar Ritstjórn skrifar 14. október 2016 11:30 Glamour/Getty Hvort sem að þú trúir því eða ekki, þá eru stjörnurnar farnar að klæðast pilsum og kjólum yfir buxum. Þar sem tíska snýst oft í kringum það sem stjörnurnar klæðast þá er hægt að eiga von á því að þetta trend verði vinsælt á næstu misserum. Seinustu ár hefur almennt álit á pilsum yfir buxum verið afar slæmt. Þetta er ekki fallegasta tískan en það er hægt að láta hana virka. Hér fyrir neðan má sjá margar af smekklegustu konum heims reyna við trendið og flestum þeirra tekst ágætlega til. Emma Watson er óhrædd við að klæðast kjólum yfir buxur eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan.Mynd/GettyMynd/GettyDiane Kruger er ein best klædda kona heims og auðvitað nær hún að láta kjól yfir buxur líta ómótstæðilega út.Mynd/GettyEmily Ratajkowsi mætti í gylltri múnderingu. Mikil áhætta en það heppnaðist vel.Mynd/GettyGigi Hadid stekkur að sjálfsögðu á þetta trend. Gallapils yfir gallabuxur er flottara en maður þorði að vona.Mynd/GettyKendall Jenner klæddist öllu gráu þegar hún prófaði þetta trend. Það er mikið í gangi en ofurfyrirsætan lætur það virka ágætlega.Mynd/Getty Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour Cara Delevingne gælir við hlébarða í nýjustu auglýsingu Puma Glamour Jennifer Aniston í kjól frá Sólveigu Kára Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Götutískan í köldu París Glamour Skór sem fá þig til að hlæja Glamour
Hvort sem að þú trúir því eða ekki, þá eru stjörnurnar farnar að klæðast pilsum og kjólum yfir buxum. Þar sem tíska snýst oft í kringum það sem stjörnurnar klæðast þá er hægt að eiga von á því að þetta trend verði vinsælt á næstu misserum. Seinustu ár hefur almennt álit á pilsum yfir buxum verið afar slæmt. Þetta er ekki fallegasta tískan en það er hægt að láta hana virka. Hér fyrir neðan má sjá margar af smekklegustu konum heims reyna við trendið og flestum þeirra tekst ágætlega til. Emma Watson er óhrædd við að klæðast kjólum yfir buxur eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan.Mynd/GettyMynd/GettyDiane Kruger er ein best klædda kona heims og auðvitað nær hún að láta kjól yfir buxur líta ómótstæðilega út.Mynd/GettyEmily Ratajkowsi mætti í gylltri múnderingu. Mikil áhætta en það heppnaðist vel.Mynd/GettyGigi Hadid stekkur að sjálfsögðu á þetta trend. Gallapils yfir gallabuxur er flottara en maður þorði að vona.Mynd/GettyKendall Jenner klæddist öllu gráu þegar hún prófaði þetta trend. Það er mikið í gangi en ofurfyrirsætan lætur það virka ágætlega.Mynd/Getty
Mest lesið Kendall Jenner myndaði Ísold fyrir LOVE Magazine Glamour Ólétt Natalie Portman kafar fyrir James Blake Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour Cara Delevingne gælir við hlébarða í nýjustu auglýsingu Puma Glamour Jennifer Aniston í kjól frá Sólveigu Kára Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Götutískan í köldu París Glamour Skór sem fá þig til að hlæja Glamour