Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Ritstjórn skrifar 14. október 2016 12:45 Roberto Cavalli hefur verið lykilstjórnandi hjá sínu eigin fyrirtæki frá upphafi. Mynd/Getty Rekstur ítalska tískuhússins Roberto Cavalli hefur gengið brösulega seinustu ár. Erfitt hefur reynst fyrir fyrirtækið að ná sér á flug eftir að hafa misst niður vinsældir sínar fyrir rúmum 10 árum síðan. Í vikunni var yfirhönnuður merkisins, Peter Dundas, hefur yfirgerið merkið eftir að hafa aðeins verið þar í 19 mánuði. Í kjölfarið hefur forstjóri fyrirtækisins, Gian Giacomo Ferraris, tilkynnt um hópuppsagnir og að fjölmörgum búðum verði lokað. Skrifstofur og höfuðstöðvar verða færðar frá Mílanó til Flórens. Talið er að um 200 manns muni missa vinnuna sína. Ferraris hóf störf hjá fyrirtækinu í júlí en hann er svokallaður sérfræðingur í að koma tískufyrirtækjum á réttan kjöl. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann hjá Versace og hjálpaði fyrirtækinu að rétta úr sér fjárhagslega. Mest lesið Með toppinn í lagi Glamour Chanel búð fyrir alla Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Smáatriðin í aðalhlutverki hjá Dior Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Er hollt fyrir húðina að vera málaður í ræktinni? Glamour
Rekstur ítalska tískuhússins Roberto Cavalli hefur gengið brösulega seinustu ár. Erfitt hefur reynst fyrir fyrirtækið að ná sér á flug eftir að hafa misst niður vinsældir sínar fyrir rúmum 10 árum síðan. Í vikunni var yfirhönnuður merkisins, Peter Dundas, hefur yfirgerið merkið eftir að hafa aðeins verið þar í 19 mánuði. Í kjölfarið hefur forstjóri fyrirtækisins, Gian Giacomo Ferraris, tilkynnt um hópuppsagnir og að fjölmörgum búðum verði lokað. Skrifstofur og höfuðstöðvar verða færðar frá Mílanó til Flórens. Talið er að um 200 manns muni missa vinnuna sína. Ferraris hóf störf hjá fyrirtækinu í júlí en hann er svokallaður sérfræðingur í að koma tískufyrirtækjum á réttan kjöl. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann hjá Versace og hjálpaði fyrirtækinu að rétta úr sér fjárhagslega.
Mest lesið Með toppinn í lagi Glamour Chanel búð fyrir alla Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Smáatriðin í aðalhlutverki hjá Dior Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Er hollt fyrir húðina að vera málaður í ræktinni? Glamour