AGF og AC Horsens gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en bæði lið þurftu á stigum að halda í neðri hluta deildarinnar.
Theódór Elmar Bjarnason og Björn Daníel Sverrisson spiluðu allan leikinn á miðju AGF og Kjartan Henry Finnbogason var í 90 mínútur í framlínu Horsens.
Horsens komst yfir í lok fyrri hálfleiks en AGF náði að jafna metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Gambíumaðurinn Bubacarr Sanneh skoraði mark Horsens en Danny Olsen tryggði AGF jafntefli.
AGF var á heimavelli og er í verri málum þar sem liðið gætið dottið niður í fallsæti áður en umferðina klárast um helgina.
AGF vann síðast leik 12. september en liði hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu fimm leikjum sínum í dönsku deildinni.
Horsens hefur aftur á móti náð í fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjum og er fimm stigum á undan AGF í töflunni.
Íslendingaliðin sættust á jafntefli
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn

