Allir Íslendingarnir í liði Álasund voru í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Bodö/Glimt á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson voru í vörn Álasund í dag og Aron Elís Þrándarson á kantinum en liðið hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir leikinn í dag og um leið komið sér í ágæta fjarlægð frá fallsætunum.
Fyrri hálfleikurinn var markalaus en á 63.mínútu varð Ulrik Saltnes í liði Bodö/Glimt fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Álaborg var töluvert sterkari aðilinn í leiknum og átti mun fleiri tilraunir að marki en gestirnir. Sjálfsmarkið reyndist þó eina mark leiksins og Álasund vann þar með sinn fimmta leik í röð.
Þeir Adam Örn, Daníel Leó og Aron Elís léku allir í 90.mínútur í leiknum í dag.
Álasund vann sinn fimmta leik í röð
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
