Ný tækifæri fyrir Ísland vegna útgöngu Breta úr ESB Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 16:27 Lilja Alfreðsdóttir hélt ræðu í gær í Háskóla Reykjavíkur um útgöngu Breta úr ES. Vísir Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“ Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Nýr starfsmaður verður ráðinn í sendiráð Íslands í Bretlandi sem mun hafa það eina starf að sinna hagsmunagæslu Íslands vegna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi sem var haldinn í Háskólanum í Reykjavík um lagaleg áhrif útgöngun Bretlands úr ES í gær. Lilja sagði að með útgöngu Bretlands sköpuðust ýmis tækifæri fyrir Ísland en á síðasta ári voru um 12% af útfluttum vörum og þjónustu seld til Bretlands. Auk þess er talið að um 19% erlendra ferðamanna hér á landi séu Bretar. Um sex þúsund flugferðir eru á milli landanna á hverju ári. „Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir undir og við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja þá. Það er mjög mikilvægt að við sýnum frumkvæði í málinu, en sitjum ekki og bíðum þess sem verða vill. Við erum í góðum samskiptum við Breta, en einnig aðrar þjóðir sem eiga svipaðra hagsmuna að gæta - til dæmis Noreg og Sviss sem eru samherjar okkar innan EFTA þar sem Ísland fer nú með formennsku. BREXIT er efst á dagskránni hjá okkur á þeim vettvangi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Tækifæri vegna breytinga á fiskveiðistjórnunLilja sagði einnig að lagalega væri töluverð óvissa sem fylgdi útgöngu Breta úr ES. Þá sérstaklega hvað varðar búsetu- og starfsréttindi fólks, fjármagnsflutninga á milli landanna og sameiginlegar reglur þeirra sem hafa aðgang að innri markaði Evrópu. Mikil óvissa væri sem stendur hvaða áhrif útganga þeirra mun hafa á samskipti landanna og hvað varðar EES-samninginn. Þetta kæmi skýrt fram með lækkun pundsins á alþjóða markaði. Lilja sagði að sérstaklega þyrfti að fylgjast með mögulegum breytingum á fiskveiðistjórnun Breta sem mögulega þurfa ekki lengur að undirgangast sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þar gætu mögulega verið tækifæri fyrir Ísland „Öllum er ljóst að áhrifa BREXIT mun gæta víða. Alþjóðaviðskipti fara sífellt vaxandi, samkeppnin er hörð og máttur neytenda er mikill. Það verður afar áhugavert að sjá hver framvindan verður og hvort þetta stóra skref verði farsælt fyrir Breta eða ekki. Fyrir Ísland er mikilvægt að Evrópumarkaðurinn verði áfram sterkur en að sama skapi gæti BREXIT leitt til aukinnar alþjóðavæðingar og styrkt Alþjóðaviðskiptastofnunina í sessi.“
Brexit Tengdar fréttir Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18 Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Forystufólk stærstu stjórnmálaflokka landsins er ekki á sama máli um framtíð krónunnar. 4. október 2016 13:18
Skiptar skoðanir um framtíð krónunnar Forystufólk í stærstu flokkum landsins er ósammála um hvort óbreytt króna, myntráð eða evra tryggi efnahagslegan stöðugleika. 5. október 2016 11:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent