Ólafur stefnir íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. október 2016 18:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira