Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Ritstjórn skrifar 17. október 2016 09:00 Túristar flykkjast til London til þess að versla merkjavörur. Mynd/Getty Samkvæmt nýrri úttekt Deloitte er ódýrast að versla sér Louis Vuitton töskur og aðrar merkjavörur í Bretlandi. Úttektin miðar við gengi pundsins miðað við dollarann. Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að gengi pundsins eftir Brexit kosningarnar í sumar hefur verið afar veikt. Pundið hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun og eru túristar nú þegar farnir að nýta sér það, þá sérstaklega kínverjar. Fólk flykkist að London frá öllum heimshornum til þess að kaupa sér hágæða hönnunarvörur. Ferðamannastraumurinn jókst um 2% í júlí á milli ára og þá voru kosningarnar nýafstaðnar. Þrátt fyrir lélegt gengi gjaldmiðilsins kemur þetta mörgum á óvart þar sem London hefur lengi verið ein dýrasta borg í heimi. Samkvæmt Deloitte er þó ekki búist við því að staðan haldist eins og hún er núna. Ef að pundið styrkist ekki aftur bráðlega munu tískuhúsin líklegast hækka verðið á vörum sínum fljótt. Brexit Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Kendall Jenner landaði fjórum október forsíðum Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour "Við klæðum okkur öll fyrir Bill.“ Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Alexa Chung verður listrænn stjórnandi UGG Glamour
Samkvæmt nýrri úttekt Deloitte er ódýrast að versla sér Louis Vuitton töskur og aðrar merkjavörur í Bretlandi. Úttektin miðar við gengi pundsins miðað við dollarann. Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að gengi pundsins eftir Brexit kosningarnar í sumar hefur verið afar veikt. Pundið hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun og eru túristar nú þegar farnir að nýta sér það, þá sérstaklega kínverjar. Fólk flykkist að London frá öllum heimshornum til þess að kaupa sér hágæða hönnunarvörur. Ferðamannastraumurinn jókst um 2% í júlí á milli ára og þá voru kosningarnar nýafstaðnar. Þrátt fyrir lélegt gengi gjaldmiðilsins kemur þetta mörgum á óvart þar sem London hefur lengi verið ein dýrasta borg í heimi. Samkvæmt Deloitte er þó ekki búist við því að staðan haldist eins og hún er núna. Ef að pundið styrkist ekki aftur bráðlega munu tískuhúsin líklegast hækka verðið á vörum sínum fljótt.
Brexit Mest lesið Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour Kendall Jenner hætt á Instagram Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Kendall Jenner landaði fjórum október forsíðum Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Elegant tískuvikugestir í Mílanó Glamour "Við klæðum okkur öll fyrir Bill.“ Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Alexa Chung verður listrænn stjórnandi UGG Glamour