North var hjá Kylie frænku sinni á dögunum. Þar fékk hún að prófa Kylie Lip Kit sem var hannað af stóru frænku. North fékk að máta svartan varalit sem hefur eflaust verið mikil skemmtun fyrir hana.
Svarti liturinn fór henni óneitanlega vel en við efumst um að við munum sjá hana gangandi um með varaliti, enda er hún aðeins þriggja ára gömul.
