Hver þessara 39 kraftabíla hljómar best? Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 13:59 Vafalaust hafa ekki margir heyrt um Zoute Grand Prix bílasýninguna sem haldin er árlega í belgíska strandbænum Knokke-Heist, en hann er rétt við hollensku landamærin. Meðal þeirra skemmtilegheita sem þar fer fram á er svokallað “GT Flying Sprint”, en þar reyna bestu kraftabílar heims að ná sem mestum hraða á afar stuttri braut sem í raun er bara venjuleg gata sem lokuð hefur verið vegna uppákomunnar. Í ár tóku 85 bílar þátt og einar 39 mismunandi bílgerðir. Allt náðist þetta uppá mynd og hér má líta dýrðina og ekki síst heyra það dásamlega hljóð sem frá þessum öflugu bílum kemur við átökin. Dæmi hver fyrir sig hver hljómar best, en sannarlega er um eyrnakonfekt að ræða. Meðal bíla sem þarna sjást taka sprettinn eru fjölmargir Porsche 911, Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 og F12, Lamborghini Aventador og Huracan, Nissan GT-R, Audi R8 og R8 LMS, Alfa Romeo Guilia QV, Jaguar Project 7 og Mercedes AMG GL63. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent
Vafalaust hafa ekki margir heyrt um Zoute Grand Prix bílasýninguna sem haldin er árlega í belgíska strandbænum Knokke-Heist, en hann er rétt við hollensku landamærin. Meðal þeirra skemmtilegheita sem þar fer fram á er svokallað “GT Flying Sprint”, en þar reyna bestu kraftabílar heims að ná sem mestum hraða á afar stuttri braut sem í raun er bara venjuleg gata sem lokuð hefur verið vegna uppákomunnar. Í ár tóku 85 bílar þátt og einar 39 mismunandi bílgerðir. Allt náðist þetta uppá mynd og hér má líta dýrðina og ekki síst heyra það dásamlega hljóð sem frá þessum öflugu bílum kemur við átökin. Dæmi hver fyrir sig hver hljómar best, en sannarlega er um eyrnakonfekt að ræða. Meðal bíla sem þarna sjást taka sprettinn eru fjölmargir Porsche 911, Porsche 918 Spyder, Ferrari 458 og F12, Lamborghini Aventador og Huracan, Nissan GT-R, Audi R8 og R8 LMS, Alfa Romeo Guilia QV, Jaguar Project 7 og Mercedes AMG GL63.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent