Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:35 Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira