Vinstrimiðjustjórn er líklegust Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2016 06:00 Stjórnarandstaðan í þinghúsinu í kjölfar breytinga á ríkisstjórninni í vor. vísir/ernir Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00
Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00