VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2016 00:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, einn forystumanna Pírata, á spjalli. Flokkar þeirra eru langstærstu flokkarnir í stjórnarandstöðu miðað við nýja könnun fréttastofu 365. vísir/eyþór Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32