BMW 3-línan fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 10:13 BMW 3-línan. BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
BMW, eins og aðrir þýskir lúxusbílaframleiðendur horfir mjög til framleiðslu rafmagnsbíla og fyrir skömmu hittust einmitt yfirmenn BMW og planlögðu hvers verður að vænta í þeim efnum. Til stendur að bjóða 3-línu BMW bílanna eingöngu með rafmótorum í fyrsta lagi árið 2019 og í síðasta lagi árið 2021. Þessi bíll liggur í stærð á milli Tesla Model 3 og Model S bílanna. Heyrst hefur að afturhjóladrifin útfærsla hans verði með 315 hestafla rafmótorum og fjórhjóladrifin útfærsla með 402 hestafla rafmótorum. Hann verður með annarskonar fjöðrun en hefðbundinn BMW 3 með brunavél. Svo virðist sem BMW ætli líka beint í samkeppni við Tesla Model S bílinn með nýrri gerð bíls sem liggja mun á milli 5- og 7-línu BMW bíla að stærð. Meiningin er að bjóða þann bíl með margs konar stærð af rafhlöðum, líkt og á við Tesla Model S og að sú öflugasta verði 90 kWh og hefði 600 km drægni.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent