Karl Erlingsson ekki hættur | Hótar framkvæmdarstjóra HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 12:26 vísir/stefán Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Karl Erlingsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur vegna ummæla sinna um fólk innan handboltahreyfingarinnar. Núna hefur hann í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóra HSÍ.Karl var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu fyrr í mánuðinum eftir að hann hellti sér yfir dómaraparið Matthías Leifsson og Erni Arnarsson og eftirlitsmanninn Kristján Halldórsson á Facebook. Hann var ennfremur dæmdur í þriggja mánaða bann og gert að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna.„Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“„Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ skrifaði Karl á Facebook eftir leik Gróttu og Hauka í Olís-deild kvenna laugardaginn 1. október. Karli varð einnig uppsigað við Ívar Benediktsson, íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, sem skrifaði talsvert um mál hans. Karl var ekki par hrifinn af því og sendi Ívari fjöldamörg skilaboð þar sem hann lét miður falleg orð falla um íþróttafréttamanninn eins og lesa má um hér. Karl er langt frá því að vera hættur og nú hefur hann beint athygli sinni að Einar Þorvarðarsyni. Ástæðan er bann sem Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, fékk vegna ummæla sinna í samtali við Vísi á dögunum. Eins og sjá má hér að neðan vandar Karl Einari ekki kveðjurnar. Hann kveðst vera afar ósáttur við bannið sem Einar Jónsson fékk og segir þetta „toppa alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka“ og lætur broskarl fylgja með. Að lokum hótar hann að kæra Einar Þorvarðarson.Færslu Karls má sjá hér að neðan:„Afsakið meðan ég hlæ hvaða djók er þetta ? Er einhver mælikvarði í lõgum HSÍ . Hvað óviðeigandi ummæli þýða ???? Eða í hvaða orðarõð þau koma ?„Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta ! Einar greyjið hefur haft Aftureldingu á heilanum í síðan hann var að þjálfa í 5 flokki ef hann tapaði fyrir UMFA var það alltaf einhverjum õðrum að kenna . Gjõrsamlega bilaðist alltaf ef hann tapaði fyrir Aftureldingu . Af hverju veit ég ekki“ .„Þessi eins leiks dómur er algjõr helvítis brandari ! Það er ekkert til sem gefur þessari nefnd að meta orðalag eða orðarõð ummæla ! Óviðeigandi ummæli eru óviðeigandi ummæli punktur ! Til hamingju með þetta Einar Jónsson ! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka :)“„Af hverju fær hann ekki tímabundið bann ? Eruð þið ekki í lagi ? gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum , fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka“.vísir/skjáskot
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54 Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49 Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44 Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50 Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44 Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08 Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12 Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16 Mest lesið Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Fótbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Fleiri fréttir Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Sjá meira
Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu. 4. október 2016 10:54
Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. 11. október 2016 14:49
Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Aðstoðarþjálfarinn Karl Erlingsson kallaði dómara "hálf vangefið lið“ og "fábjána.“ 3. október 2016 10:44
Einar í eins leiks bann en hann er ekki sloppinn Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, var í dag dæmdur í eins leiks bann á fundi Aganefndar HSÍ. 11. október 2016 15:50
Einar: Fékk ekki gult spjald í Noregi en svo fer allt í háaloft í þessum sirkus á Íslandi Þjálfari Stjörnunnar segist ekki vita til þess að dómarar geri nokkurn tíma eitthvað rangt. 13. október 2016 12:44
Einar í bann vegna ummæla sinna á Vísi Nýbúinn að taka út leikbann fyrir rautt spjald en fékk aftur leikbann fyrir ummæli sín í fjölmiðlum. 18. október 2016 14:08
Karl fékk þriggja mánaða bann og þarf að greiða 50.000 króna sekt vegna ummæla sinna Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Karl Erlingsson, fráfarandi aðstoðarþjálfara Gróttu, í þriggja mánaða bann og til greiðslu 50.000 króna sektar vegna ummæla hans eftir leik Gróttu og Hauka um helgina. 5. október 2016 19:12
Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum "Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, en hann er verulega ósáttur við dómgæsluna í leik sinna manna gegn Aftureldingu um nýliðna helgi. 10. október 2016 17:16