Þriðja þáttaserían af American Crime Story mun fjalla um morðið á fatahönnuðinum Gianni Versace. Hann var skotinn 15.júlí árið 1997 fyrir utan heimili sitt í Miami af Andrew Cunanan. Þáttaserían mun bera heitið "Versace/Cunanan: American Crime Story".
Morðið gerði allt vitlaust á sínum tíma. Á seinni hluta tíunda áratugarins var Gianni einn virtasti og dáðasti fatahönnuður heims. Í kjölfarið tók systir hans, Donatella, við Versace tískuhúsinu. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar Deadline mun fræg leikkona leika Donatellu í þáttunum. Það verður spennandi að sjá hver nær að hreppa það hlutverk.
