Kosningaspjall Vísis: Sameining komið til tals en aldrei til greina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2016 16:10 Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, segir að þrátt fyrir að komið hafi til tals að láta Bjarta framtíð ganga inn í aðra flokka hafi það aldrei komið til greina. Þó svo að einhver líkindi séu með flokkunum sé á þeim stigs- og kúltúrmunur sem Björt framtíð hafi beinlínis verið stofnuð til að sporna við. Í ljósi þess hversu þéttskipað er á miðjunni í íslenskum stjórnmálum í dag var Óttarr spurður í Kosningaspjalli Vísis hvernig flokkur hans aðgreindi sig frá öðrum flokkum á sömu slóðum, svo sem Samfylkingunni. „Það er kannski auðvitað sá munur að við erum með okkar áherslur og Samfylkingin er með sínar,“ segir Óttarr. Síðarnefndi flokkurinn skilgreindi sig til að mynda sem sósíaldemókratískan jafnaðarmannaflokk en Björt framtíð liti frekar á sig sem frjálslynt stjórnmálaafl. Í því samhengi nefndi Óttarr að Björt framtíð væri opnari fyrir meiri blöndun í efnahagslífi og fjölbreyttari í rekstrarformi í hverskyns þjónustu - svo lengi þjónustan væri tryggð og með henni væri gott eftirlit.Vilja ganga lengra en Samfylking í umhverfismálum „Það er ekki beinlínis keppikefli fyrir okkur, þessi jafnaðarmennska, þetta er kannski meiri stigsmunur en að við séum algjörlega sitthvorum megin á endunum,“ segir Óttarr og nefnir umhverfismál sem dæmi um málaflokk þar sem Björt framtíð hefur viljað ganga lengra í andstöðu við stóriðjustefnu en Samfylkingin. Þá segir hann einnig að töluverður „kúltúrmunur“ sé á Bjartri framtíð og þeim flokkum sem eldri eru. Flokkurinn hafi verið stofnaður með það að leiðarljósi að vinna hluti í meiri sátt og af meiri auðmýkt en áður þekktist, til að mynda í Samfylkingunni - „sem er byggð upp í harðari stofnunarstrúktúr sem stjórnmálaflokkur en Björt framtíð,“ segir Óttarr. Aðspurður um hvort hafi komið til greina að sameina Bjarta framtíð öðrum flokkum á miðjunni segir Óttarr að það hafi vissulega komið til tals og verið rætt við grasrót flokksins. Það hafi þó aldrei verið í myndinni. „Við erum nýbúin að stofna flokkinn. Við gerðum það ekki til að sameinast öðrum flokkum. Við höfum alltaf getið gengið í aðra flokka og við eigum ekki fólk frekar en nokkur annar.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent