Þótti skrítin grein í byrjun Gunþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2016 09:45 "Stundum höfum við sem erum í þessu fagi sagt að nafn námsgreinarinnar gefi óþarflega þrönga mynd af náminu,“ segir Þorgerður. Fréttablaðið/Valgarður Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til. Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Þorgerður Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynjafræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri innistæða fyrir fjölguninni. Enn er kynjafræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leiðinni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þorgerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til.
Menning Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning