Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa unnið þétt saman síðustu ár í fremstu víglínu Framsóknarflokksins. Nú hinsvegar eru samskipti þeirra botnfrosin og hafa verið um nokkurt skeið. Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent