„Krónan okkar versti óvinur" Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 12:49 Þorlákshöfn Rósa Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“ Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“
Brexit Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira