Jóhann Kristinn Gunnarsson mun ekki stýra liði Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili en þetta kom fram á kaffid.is í gær.
Tilkynnti Jóhann forráðamönnum og leikmönnum liðsins þessi tíðindi í gær en liðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar.
Jóhann tók við liðinu árið 2011 en undir hans stjórn hefur liðið hafnað í fjórða sæti undanfarin tvö ár.
Undir stjórn Jóhanns varð Þór/KA Íslandsmeistari í eina skiptið í sögu félagsins sumarið 2012.
Jóhann hættur með Þór/KA
Kristinn Páll Teitsson skrifar
