Frábærir lokadagar í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2016 09:33 Einn af stórlöxunum sem veiddust í Laxá í Dölum í haust Mynd: www.hreggnasi.is Nú berast lokatölur frá laxveiðiánum eftir sumar sem var mjög sérstakt en lokaspretturinn var góður víða. Árnar á vesturlandi áttu erfitt sumar vegna stanslausrar veðurblíðu og þurrka. Þrátt fyrir að laxgengd væri með ágætum tók fiskurin illa lengst af í flestum ánum vegna hita og vatnsleysis en það má heldur betur segja að þetta ástand, þ.e.a.s. tökuleysið, hafi breyst á síðustu dögunum í ánum. Þar má til dæmis nefna frábæra lokadaga í Laxá í Dölum og í raun síðustu þrjár vikurnar en á þessum þremur vikum veiddust um 600 laxar. Lokahollið var til að mynda með frábæra veiði en það holl náði 134 löxum á land á sex stangir á þremur dögum sem er frábær veiði og ótrúlegt að sjá svona tölu svona seint á tímabilinu en þetta endurspeglar ágætlega hvað það var mikið af laxi í ánni í sumar. Heildartalan í Laxá á þessu sumri er 1.711 laxar sem gerir þetta sumar að sjötta besta árinu í Laxá í Dölum frá 1974. Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Nú berast lokatölur frá laxveiðiánum eftir sumar sem var mjög sérstakt en lokaspretturinn var góður víða. Árnar á vesturlandi áttu erfitt sumar vegna stanslausrar veðurblíðu og þurrka. Þrátt fyrir að laxgengd væri með ágætum tók fiskurin illa lengst af í flestum ánum vegna hita og vatnsleysis en það má heldur betur segja að þetta ástand, þ.e.a.s. tökuleysið, hafi breyst á síðustu dögunum í ánum. Þar má til dæmis nefna frábæra lokadaga í Laxá í Dölum og í raun síðustu þrjár vikurnar en á þessum þremur vikum veiddust um 600 laxar. Lokahollið var til að mynda með frábæra veiði en það holl náði 134 löxum á land á sex stangir á þremur dögum sem er frábær veiði og ótrúlegt að sjá svona tölu svona seint á tímabilinu en þetta endurspeglar ágætlega hvað það var mikið af laxi í ánni í sumar. Heildartalan í Laxá á þessu sumri er 1.711 laxar sem gerir þetta sumar að sjötta besta árinu í Laxá í Dölum frá 1974.
Mest lesið Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Rjúpnalausir veiðimenn óska eftir rjúpum Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði