Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2016 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson stóð uppi sem sigurvegari í hinni umdeildu kosningu. vísir/anton brink Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Svindlað var í formannskosningu Framsóknarflokksins um helgina þar sem nokkrir skráðir þingfulltrúar í Reykjavík voru ekki með kosningarétt á flokksþinginu. Þetta fullyrðir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. Hann segir fjölda manns hafa sagt sig úr flokknum í dag og að erfitt verði að ná saman flokknum sem einni heild. Borgarfulltrúi segir fjármagnseigendur og flokkseigendafélagið hafa tekið völdin um helgina.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir„Það var þannig að skráðir þingfulltrúar héðan úr Reykjavík voru ekki með kosningarétt þegar allt kom til alls. Ég veit um nokkra sem gátu þar af leiðandi ekki kosið í kosningunum þrátt fyrir að hafa skráð þá inn sem fulltrúa á sérstökum fundi félagsins fyrir flokksþingið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Ég mun kanna hvernig í pottinn er búið og í kjölfarið kalla saman stjórn félagsins í Reykjavík.“ Spennustigið í Háskólabíói á sunnudeginum var mjög hátt og mátti sjá það á viðbrögðum þingfulltrúa og fundargesta að mikið væri í húfi. Að lokum hafði Sigurður Ingi Jóhannsson sigur í sögulegum formannsslag en hlaut aðeins rétt rúmlega 52 prósent atkvæða. Því skipti hvert atkvæði miklu máli í formannskosningunum. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir einnig aðeins hluta Framsóknarmanna hafa kosið á flokksþinginu um helgina. Hún segir Sigmund Davíð hafa lengi átt sér óvini innan flokksins. „Við vitum að ekki allir höfðu rétt á að kjósa. Ég fullyrði að Sigmundur hefði unnið í allsherjar atkvæðagreiðslu,“ segir Guðfinna. Að auki vandar hún þeim ekki kveðjurnar sem höfðu sigur í formannskosningunum. „Flokkseigendafélagið og fjármagnsöflin tóku völdin í flokknum af grasrótinni.“ Sveinn Hjörtur segir erfitt verkefni að ná flokknum sem einni heild. „Þetta er sorglegt ef það hefur verið átt við kjörskrána. Ég veit um marga gamla og gegna Framsóknarmenn sem eru reiðir og hafa sagt sig úr flokknum í dag,“ segir hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað.Sigurður Ingi kemur af fjöllum „Ég veit nú ekki hvað formaður Framsóknarfélags í Reykjavík,“ sagði Sigurður Ingi í Kastljósi í gærkvöldi. „Við höfðum á að skipa mjög góðum bæði kjörstjórn og kjördæmanefnd sem fór yfir þetta allt saman og það var allt samþykkt á þinginu.“ Sigurður Ingi sagðist ekki hafa heyrt neitt frekar af ásökunum um svindl. Slíkar athugasemdir hefðu ekki borist á skrifstofu flokksins. „Ég hef reyndar verið í sambandi við framkvæmdastjórann í dag og ekki heyrt af neinu slíku.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45 Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32 Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Hvetja Sigmund Davíð til að halda áfram Þingmenn Framsóknarflokks hvetja Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að halda áfram að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir niðurstöðuna í formannskjörinu í gær. Sigmundur hefur enn ekki óskað Sigurði Inga Jóhannssyni til hamingju með kjörið. 3. október 2016 18:45
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs fá útrás fyrir gremju sína á Facebook. 3. október 2016 10:32
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00