Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 21:33 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars. Kosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars.
Kosningar 2016 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Sjá meira