Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. október 2016 10:09 Veiðimenn eru heilt yfir ánægðir með sumarið. Lokatölur eru nú komnar úr flestum laxveiðiánum og þegar tölurnar eru skoðaðar nánar mega veiðimenn heilt yfir vel við una. Sumarið fór af stað með svo miklum hvell að flestir veiðimenn voru farnir að sjá fyrir sér annað metsumarið í röð. Það fór nú svo að göngurnar voru um þremur vikum á undan áætlun svona heilt yfir og komu á mjög stuttum tíma en dreifðust ekki yfir nokkrar vikur eins og gerist yfirleitt. Undantekningin er þó í nokkrum ám eins og í Haukadalsá, Laxá í Dölum, Miðfjarðará og Ytri Rangá en í þeirri síðast nefndu hafa verið að veiðast lúsugir laxar í september og er það ekki nýtt af nálinni í þeirri á. Veiði er þó ekki ennþá lokið í Rangánum og á líklega eftir að bætast aðeins á töluna þar. Smálaxagöngurnar voru ekki alveg jafn stórar og búist var við en það kom þó varla að sök því þetta sumar fer klárlega í bækurnar sem eitt besta stórlaxasumar í háa herrans tíð. Sjaldan eða líklega aldrei hafa jafn margir laxar veiðst yfir 100 sm í Íslenskum ám og sá stærsti í sumar 120 sm úr Laxá í Aðaldal. Af ánum sem eru á topp tíu listanum þá fóru Ytri Rangá, Eystri Rangá, Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal yfir veiðina í fyrra. Þegar listinn er skoðaður enn frekar þá eru árnar þar fyrir neðan undir veiðinni í fyrra nema Miðá í Dölum. Það rokkar síðan svolítið hversu mikið yfir eða undir meðalári árnar eru en almennt gera veiðimenn góðann róm af sumrinu en helst kvarta menn yfir vatnsleysi sem hrjáði árnar á stórum hluta landsins yfir besta tímann í sumar og ljóst að ef vatnsstaðan hefði verið betri hefði klárlega veiðst meira. Árnar sem eru efstar eftir sumarið, a.m.k. þær sem hafa skilað lokatölum er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 8.935 Miðfjarðará - 4.338 Eystri Rangá - 3.219 Blanda - 3.219 Þverá/Kjarrá - 1.902 Laxá í Dölum - 1.711 Langá - 1.433 Haffjarðará - 1.305 Norðurá - 1.297 Laxá í Aðaldal - 1.207 Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði
Lokatölur eru nú komnar úr flestum laxveiðiánum og þegar tölurnar eru skoðaðar nánar mega veiðimenn heilt yfir vel við una. Sumarið fór af stað með svo miklum hvell að flestir veiðimenn voru farnir að sjá fyrir sér annað metsumarið í röð. Það fór nú svo að göngurnar voru um þremur vikum á undan áætlun svona heilt yfir og komu á mjög stuttum tíma en dreifðust ekki yfir nokkrar vikur eins og gerist yfirleitt. Undantekningin er þó í nokkrum ám eins og í Haukadalsá, Laxá í Dölum, Miðfjarðará og Ytri Rangá en í þeirri síðast nefndu hafa verið að veiðast lúsugir laxar í september og er það ekki nýtt af nálinni í þeirri á. Veiði er þó ekki ennþá lokið í Rangánum og á líklega eftir að bætast aðeins á töluna þar. Smálaxagöngurnar voru ekki alveg jafn stórar og búist var við en það kom þó varla að sök því þetta sumar fer klárlega í bækurnar sem eitt besta stórlaxasumar í háa herrans tíð. Sjaldan eða líklega aldrei hafa jafn margir laxar veiðst yfir 100 sm í Íslenskum ám og sá stærsti í sumar 120 sm úr Laxá í Aðaldal. Af ánum sem eru á topp tíu listanum þá fóru Ytri Rangá, Eystri Rangá, Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal yfir veiðina í fyrra. Þegar listinn er skoðaður enn frekar þá eru árnar þar fyrir neðan undir veiðinni í fyrra nema Miðá í Dölum. Það rokkar síðan svolítið hversu mikið yfir eða undir meðalári árnar eru en almennt gera veiðimenn góðann róm af sumrinu en helst kvarta menn yfir vatnsleysi sem hrjáði árnar á stórum hluta landsins yfir besta tímann í sumar og ljóst að ef vatnsstaðan hefði verið betri hefði klárlega veiðst meira. Árnar sem eru efstar eftir sumarið, a.m.k. þær sem hafa skilað lokatölum er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 8.935 Miðfjarðará - 4.338 Eystri Rangá - 3.219 Blanda - 3.219 Þverá/Kjarrá - 1.902 Laxá í Dölum - 1.711 Langá - 1.433 Haffjarðará - 1.305 Norðurá - 1.297 Laxá í Aðaldal - 1.207
Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Svartá komin í 12 laxa Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði