Þrjár bækur um Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2016 16:45 Níels Árni Lund með bækurnar þrjár. Vísir/Ernir Eyjólfsson. Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is. Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. Þetta eru þrjár bækur í setti, rúmlega þrjúhundruð síður hver bók, með um eittþúsund ljósmyndum. „Markmiðið var að taka saman og skrá og varðveita sögur og fróðleik af Melrakkasléttu,“ segir Níels Árni og kveðst sannfærður um að bókin mun „lifa“ lengi. „Þá vildi ég að sem flestir Sléttungar, og aðrir sem tengjast héraðinu, svo og áhugafólk um sögu lands og þjóðar, ferðaþjónustuaðilar og fleiri, gætu eignast verkið og gluggað í það aftur og aftur,“ segir höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í Nýhöfn á Leirhafnartorfunni á Sléttu. Í ritinu er kort af Melrakkasléttu með um 1.000 örnefnum, sem ekki hafa áður verið staðsett á landakorti. Ítarleg nafnaskrá með 650 til 1.200 nöfnum er í lok hverrar bókar. Í fyrsta bindi; Sléttunga – umhverfi og mannlíf, rita ýmsir sérfræðingar um jarðfræði, náttúru, gróður, fugla, vötn og ár. Kaflar eru um heilsugæslu, félagslíf og skólamál; um skipsströnd við Sléttu og hernámsárin þar nyrðra. Þá er ítarleg leiðarlýsing um Melrakkasléttu og meðal annars sótt efni í þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi; Sléttunga – fólk og býli, er 200 ára saga allra jarða Sléttunnar, jafnt stórbýla sem heiðarkota, og sagan sögð frá aldamótunum 1800 til dagsins í dag. Í þriðja bindi; Sléttunga – Raufarhöfn, er rakin saga Raufarhafnar aftur úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Sagt er frá bújörðinni, verslunarstaðnum, sjávarþorpinu Raufarhöfn; fiskveiðum, síldarárunum og þeim miklu umsvifum sem síldinni fylgdu. Sagt er frá mannlífinu, félögum og þjónustustarfsemi og öðru því sem skapaði Raufarhöfn, nyrsta þorp landsins. Níels Árni gefur sjálfur út bækurnar og býðst kaupendum að hafa samband við hann á netfangið lund@simnet.is.
Tengdar fréttir Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning