Sporin hræða og það þarf varfærin skref í uppbyggingu fiskeldis Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira