Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2016 14:00 Ytri Rangá hefur átt frábært sumar og það sést á veiðitölunum en áinn hefur skilað um 9.000 löxum á land. Það er ennþá mikið af laxi í ánni og vikuveiðin hefur þrátt fyrir veður verið ágæt en það þarf líka að taka tillit til árstíma þegar þessar tölur eru skoðaðar. Vikuveiðin var í síðustu viku 231 lax sem er fín veiði á þessum tíma en það getur líka veiðst meira ef veðrið er gott. Laxinn liggur nú á færri stöðum en á miðju sumri en hann leggst gjarnan upp við sleppitjarnirnar og á sumum af þessum stöðum liggur ennþá mikið af laxi t.d. við Tjarnarbreiðu og Djúpós svo dæmi séu tekin en þessir tveir staðir hafa verið mjög gjöfulir í allt sumar. Það er alveg óhætt að spá því að áinn gæti bætt við sig 500 löxum við lokatöluna á þessum rúmum tveimur vikum sem eru eftir og gerir það líklega auðveldlega ef aðstæður eru góðar. Það voru margir sem spáðu henni í 10.000 löxum og það var kannski ekkert svo langsótt miðað við magnið af laxi sem gekk í hana í sumar en Veiðivísir státar sig þó af því að hafa verið nokkuð sannspár með 9.000 laxa veiðispá í sumar. Svo er kannski rétt að minna veiðimenn á að bóka dagana fyrir næsta sumar fljótlega því eftir svona sumar komast yfirleitt færri að en vilja að ári. Mest lesið Loksins líf í Straumunum Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Langskeggur er málið Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði
Ytri Rangá hefur átt frábært sumar og það sést á veiðitölunum en áinn hefur skilað um 9.000 löxum á land. Það er ennþá mikið af laxi í ánni og vikuveiðin hefur þrátt fyrir veður verið ágæt en það þarf líka að taka tillit til árstíma þegar þessar tölur eru skoðaðar. Vikuveiðin var í síðustu viku 231 lax sem er fín veiði á þessum tíma en það getur líka veiðst meira ef veðrið er gott. Laxinn liggur nú á færri stöðum en á miðju sumri en hann leggst gjarnan upp við sleppitjarnirnar og á sumum af þessum stöðum liggur ennþá mikið af laxi t.d. við Tjarnarbreiðu og Djúpós svo dæmi séu tekin en þessir tveir staðir hafa verið mjög gjöfulir í allt sumar. Það er alveg óhætt að spá því að áinn gæti bætt við sig 500 löxum við lokatöluna á þessum rúmum tveimur vikum sem eru eftir og gerir það líklega auðveldlega ef aðstæður eru góðar. Það voru margir sem spáðu henni í 10.000 löxum og það var kannski ekkert svo langsótt miðað við magnið af laxi sem gekk í hana í sumar en Veiðivísir státar sig þó af því að hafa verið nokkuð sannspár með 9.000 laxa veiðispá í sumar. Svo er kannski rétt að minna veiðimenn á að bóka dagana fyrir næsta sumar fljótlega því eftir svona sumar komast yfirleitt færri að en vilja að ári.
Mest lesið Loksins líf í Straumunum Veiði Fín skilyrði fyrir ísdorg Veiði Langskeggur er málið Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Dapurlegar fréttir úr Skógá Veiði Sá stærsti úr Ytri Rangá í sumar Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði