Bjarni talaði mjög fyrir breytingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2016 08:49 Frá Valhöll þegar niðurstöður prófkjörsins voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Sjá meira
Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum