Ný dagskrá í burðarliðnum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2016 11:52 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina. vísir/garðar Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29