Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2016 07:00 Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira
Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Sjá meira