Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2016 23:30 Geir Þorsteinsson formaður KSÍ tjáir sig við erlenda miðla um stóra FIFA 17-málið. Vísir Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir. KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. „Ísland ekki með í FIFA 17 út af deilum um peninga“ er fyrirsögn fréttaveitunnar AFP sem fjallar um málið og er með Geir Þorsteinsson formann KSÍ í viðtali en eins og greint var frá í dag hafnaði KSÍ tilboði EA Sports þar sem þeim fannst upphæðin sem tölvuleikjaframleiðandinn bauð ekki nógu há. „Við sættum okkur ekki við slæma framkomu. Þeir buðu okkur undir tveimur milljónum króna og við gerðum þeim gagntilboð sem þeir tóku ekki,“ segir Geir við AFP. Breska ríkisútvarpið BBC fjallar einnig um ákvörðun KSÍ og talar við Geir líkt og AFP. Hann segir að EA Sports séu að kaupa ákveðin réttindi og að fyrirtækið vilji þau nánast ókeypis. „Frammistaða okkar á Evrópumótinu sýndi að við erum með gott lið og margir myndu vilja spila fyrir liðið. Þetta er leiðinlegt fyrir leikmennina en gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports,“ segir Geir í samtali við BBC. Upphæðin sem EA Sports borgar liðum sem eru í FIFA 17 veitir réttindi til að nota vörumerki og myndir. „Mér finnst að ef við erum að láta frá okkur réttindi, eða að bjóða réttindi, þá verða að vera almennilegar samningaviðræður og viðeigandi upphæðir. Mér fannst þetta ekki gert á opinn og sanngjarnan hátt,“ hefur BBC eftir Geir. Þá er einnig fjallað um þessa ákvörðun KSÍ, sem íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru heldur ósáttir við, á vef Sky, á vef breska blaðsins Telegraph, hjá The Times of India og á nýsjálenska vefnum IOL. Ákvörðun KSÍ var gagnrýnd víða í dag og vilja margir meina að sambandið hafi þarna látið sér gullið tækifæri til öflugar markaðssetningar á íslenskri knattspyrnu úr greipum ganga. Í viðtali í Akraborginni sagðist Geir hafa nálgast tilboð EA Sports eins og viðskiptatækifæri. „Ég nálgast þetta eins og viðskiptatækifæri og það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður með markaðsnálgunina í þessu og útbreiðslu íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Geir.
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45