Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:34 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun. Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00