Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið Atli ísleifsson skrifar 22. september 2016 23:12 Kári Stefánsson var gestaspyrill í kappræðum RÚV í kvöld. Vísir/Ernir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, spurði frambjóðendur í kappræðum RÚV hvernig það ætlist til að fólk trúi því að það muni standa við það sem þeir segja að kosningum loknum. Kári var gestaspyrill í sjónvarpssal þegar kom að því að ræða heilbrigðismál, en hann hefur beint spjótum sínum að stjórnvöldum og hvatt ríkisstjórn til að leggja aukið fé til málaflokksins. Kári spurði frambjóðendurna hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn. „Og hvernig ætlið þið að hunskast til að fjármagna það að því marki sem samfélagið vill. Og síðan þegar þið svarið þessu… Hvernig ætlist þið til þess að fólkið í landinu trúi að þið komið til með að standa við það sem þið segið að kosningum loknum?“Töluvert vantar upp áÓttar Proppé hjá Bjartri framtíð sagði að það skorti stefnu í heilbrigðismálum og að sinn flokkur væri reiðubúinn að móta hana og leggja fé til að tryggja fjármögnun hennar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að búið væri að bæta tugum milljarða í heilbrigðiskerfið á þessu kjörtímabili. Ekki hafi verið vanþörf á, og töluvert vanti upp á enn. Þó þurfi að búa til þær efnahagsaðstæður að mögulegt sé að halda áfram á sömu braut. Hann lagði áherslu á að byggja þyrfti nýjan Landspítala á nýjum stað, ekki við Hringbraut. Sagðist hann þar ósammála fyrirspyrjandanum. „Kári heitir hann, var það ekki?,“ sagði Sigmundur Davíð.Kominn tími á aðgerðirBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði tíma kominn á aðgerðir í þessu máli. Nauðsynlegt væri að móta nýja stefnu og klára að reisa nýjan Landspítala á þeim stað sem menn hafa ákveðið að setja hann niður, það er við Hringbraut. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera forgangsmál að halda áfram uppbyggingunni og segist ekki sjá annan raunhæfan kost en að klára framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut. Hann lagði áherslu á að efnahagur fólks ætti aldrei að ráða aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Það er einfalt, skýrt markmið sem við stefnum að því að uppfylla.“ Sagði hann ríkið hafa fleiri hundruð milljarða bundna í fjármálakerfinu sem gætu farið í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.Þörf á áherslubreytingumEinar Hjörleifsson, fulltrúi Pírata, vísaði í skýrslu McKinsey þar sem ríkið fái falleinkunn fyrir stefnuleysi. Hann sagði mikla þörf á nýrri stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum, þar sem leitað yrði til sérfræðinga. Oddny G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði að heilbrigðismálin og hvernig heilbrigðiskerfið yrði bætt verða stóra verkefnið á næsta kjörtímabili. Bæði þurfi að setja fjármuni inn í kerfið en einnig þurfi að koma með áherslubreytingar. Hún sagðist vilja nýjan Landspítala við Hringbraut. Bregðast þurfi við að stór hluti lækna séu í hlutastarfi og að útlit sé fyrir miklum skorti á hjúkrunarfræðingum á komandi árum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lagði áherslu á að 86 þúsund manns hafi skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þrýst sé á að framlög til heilbrigðismála eigi að vera 11 prósent af landsframleiðslu. „Við erum ekki á leiðinni þangað með ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Raunar fer hlutfall af vergri landsframleiðslu niður milli áranna 2014 til 2015.“ Komist Katrín í næstu ríkisstjórn segist hún vilja smíða áætlun til næstu sex ára á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar sem myndi snúast um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Þarf þurfi sérstaklega að skoða gjaldtökuna, fjármögnun heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna og fleira.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27 Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00 Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri. 22. september 2016 20:27
Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú. 22. september 2016 22:00
Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“ Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi. 22. september 2016 20:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent