Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. september 2016 16:46 Sigmundur Davíð fyrir utan Alþingishúsið, nú fyrir um tíu mínútum. "Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar.“ visir/ernir Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26