Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór „Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
„Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum