Varðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna en lögregla vill koma í veg fyrir að hinn grunaði geti haft áhrif á frásögn vitna.
Rannsókn lögreglu er í fullum gangi og er verið að yfirheyra alla sem geta hugsanlega veitt upplýsingar í málinu. Konan fannst illa leikin, nakin og með líkamshita rétt yfir 35 gráðum á götum Heimaeyjar um fimm leytið fyrrnefndan laugardagsmorgun.
Dyravörður á skemmtistaðnum Lundanum kom að hinum grunaða fyrr um nóttina þar sem hann hélt höfði hennar ofan í öskubakka. Tæpri klukkustund síðar fannst konan illa útleikin og er sami aðili grunaður um að hafa ráðist á hana.