Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag og unnu toppliðin öll sigur.
Valur vann þægilegan sigur á Selfyssingum, 3-1, en leikurinn fór fram á Selfossi.
Blikar unnu Skagamenn 2-0 á Kópavogsvellinum og Stjarnan vann auðveldan sigur á KR, 3-0, í Frostaskjólinu.
Þór/KA valtaði yfir Fylki 6-0 og ÍBV vann FH auðveldlega í Kaplakrika, 5-0.
Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með 41 stig, tveimur stigum á undan Blikum sem eru í öðru sæti. Valur er síðan með 36 stig í þriðja sætinu.
Það ræðst því í næstu umferð hvaða lið verður meistari en Stjarnan mætir þá FH og Valur og Blikar mættast á Valsvelli.
Toppliðin unnu öll
Stefán Árni Pálsson skrifar
