Innlent

Óvíst um þinglok

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis
Einar K Guðfinnsson forseti Alþingis
Almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður, fara fram klukkan 19.40 í kvöld og verða sendar út í útvarpi og sjónvarpi. Starfsáætlun Alþingis gerir svo ráð fyrir að síðasti þingfundur fyrir kosningar fari fram á fimmtudaginn. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er ekki tilbúinn til þess að fullyrða að sú starfsáætlun standist.

„Ég treysti mér nú bara ekki til þess að segja það á þessu stigi. Það er auðvitað ljóst mál að það er farið að þrengja mjög að þessu tímaplani og þess vegna mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða mál muni klárast áður en þingi lýkur,“ segir Einar.

Vegna eldhúsdagsumræðna verða engir aðrir þingfundir á morgun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×