Í Bandaríkjunum eru forsetakosningar framundan þar sem Hillary Clinton og Donald Trump eru í framboði, fyrstu kappræður fara einmitt fram í kvöld en myndböndin eiga alveg jafn vel við hér heima þar sem alþingiskosningar fara fram 29.október næstkomandi.
Svo við vitnum í orð Indíu í myndbandi: „Ef eitthvað skiptir þig máli, kjóstu. Því það mun hafa áhrif á þig og alla í kringum þig.“