Útlit fyrir að þinglokum verði frestað 26. september 2016 19:15 Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira